Afladagbókarvefurinn

on .

Velkomin á Afladagókarvefinn. Hér má finna upplýsingar er lúta að skilum á rafrænni afladagbók. Samkvæmt reglugerð nr. 557 frá 2007 um afladagbækur (sjá hér), er skipstjórum íslenskra fiskiskipa skylt að halda rafræna afladagbók, sbr. þó ákvæði 12. gr. og undanþágu sbr. breytingu nr. 205 frá 2010 sjá hér

Við færslu rafrænna afladagbóka skal nota forrit sem hlotið hefur samþykki Fiskistofu og skulu skráningar vera samkvæmt leiðbeiningum Fiskistofu. Í rafrænar afladagbækur skal færa allar upplýsingar sem kveðið er á um í fyrrgreindri reglugerð. Allar breytingar sem kunna að vera gerðar á skráningum í rafrænar afladagbækur skulu vera sýnilegar og rekjanlegar.

Fiskistofa hefur umsjón með útgáfu hugbúnaðar til skila afladagbóka, skv. útgefnum gagnaskilum af ákveðnu gagnasniði sem lýst er hér.

Eftirtalinn hugbúnaður uppfyllir reglugerð um afladagbækur og hefur verið samþykktur af Fiskistofu:

Afladagbók, útgáfa 2.7.1. Sjá frekari upplýsingar hér

 

Gagnaskil til Fiskistofu

on .

Með útgáfu 2.7.1 af afladagbók, var XML skema breytt lítillega. Nú er ekki lengur nauðsynlegt að tiltaka tögin: "botnhiti" og "botnhiti_lok". Þessar upplýsingar eru valkvæðar.

Rafrænar afladagbækur skulu berast Fiskistofu á XML formi sem uppfyllir eftirfarandi XSD-sniðmát: afladagbok_schema.xsd

 

Netsamband og sending gagna

on .

Samkvæmt 3. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 557/2007 um afladagbækur skal rafræn afladagbók ávallt vera um borð í fiskiskipi á meðan veiðiferð stendur og þar til löndun og vigtun afla þess hefur verið lokið. Þess ber að geta að það er ekki nauðsynlegt að vera sítengdur við netið þegar fært er í rafrænu afladagbókina vegna þess að afladagbókin safnar gögnunum saman í gagnagrunn sem síðar er hægt að senda úr þegar tölvan er í netsambandi en samkvæmt 1. mgr. sömu greinar reglugerðar nr. 557/2007, þarf einungis að senda gögnin úr henni einu sinni í mánuði eða eigi síðar en innan tveggja vikna frá lokum hvers mánaðar. Þar af leiðandi er heimilt að fara með tölvuna, sem afladagbókin er uppsett á, frá borði og senda gögnin úr landi ef t.d. engin nettenging er um borð, svo lengi sem það er gert innan tveggja vikna frá lokum hvers mánaðar. Einnig geta þeir sem ekki komast með tölvuna sína frá borði orðið sér úti um svokallaðan 3G pung frá einhverri af netþjónustunum sem bjóða upp á slíkt. Það er mjög ódýr og þægileg lausn fyrir þá sem hafa ekki annan netbúnað um borð. Þeir geta þá sent gögnin úr afladagbókinni þegar báturinn er nálægt landi og í góðu netsambandi.

Ný útgáfa af rafrænni afladagbók (2.7.1)

on .

Ný útgáfa af rafrænni afladagbók hefur verið hleypt af stokkunum. Uppfærslupakkann ásamt leiðbeiningum um hvernig skal setja hann upp má nálgast með því að smella á hlekkinn hérEinungis þeir sem hafa Afladagbók keyrandi með útgáfunúmeri 2.0, eða hærra, geta uppfært í 2.7.1 með þessum pakka. Ef reynt er að uppfæra eldri útgáfu hættir uppsetningarforritið uppfærslu með skilaboðum þess efnis. Ganga má úr skugga um uppsetta útgáfu Afladagbókar, með því að velja Hjálp -> Um í dagbókarforritinu sjálfu. Þar má sjá útgáfunúmer afladagbókar.

Fyrir þá, sem eru að setja upp afladagbók í fyrsta skipti, er nóg að keyra uppsetningarpakka með leiðbeiningunum hér.

Í þessari útgáfu hafa eftirfarandi viðbætur og betrumbætur verið gerðar:

 • Meðhöndlun upplýsinga um fugla og spendýr hefur verið bætt.
  • Leyfileg stærðarmörk dýra eru 1-3.000 cm, eða tómt.
  • Fjöldi dýra má vera allt að 999.
 • Sjálfgefin gildi. Skráningar á eftirtöldum mælistærðum verða valkvæðar: sjávarhita, vindátt og vindstyrk. 
 • FAO kóða veiðarfæra hefur verið bætt við.
 • Gæði frá sjálfvirkum gildum hafa verið bætt. Ef klukku er breytt af notanda í miðri keyrslu afladagbókar, birtast aðvörunarskilaboð í stöðuslá.
 • Forrit les úr stillingum hvaða sjálfvirkir mælar eru skilgreindir s.s. gps, dýpi, vindur og sjávarhiti. Ef gögn berast ekki frá mælum eru birt villuboð í stöðuslá. Ef gps tæki er ótengt birtast blikkandi villuboð. Einnig birtist villuboð ef tími frá gps tæki uppfæriste ekki.
 • Ef stillingasskrá flxml.xml skemmist, lagfærir afladagbók hana sjálfkrafa. Skráin inniheldur upplýsingar um skilyrt innsláttarsvæði.
 • Einnig hafa ýmsar mælistærðir verið gerðar valkvæðar.  

Athugið: Einnig er mikilvægt að hafa .Net framework 3.5 (helst með service pack 1) sett upp.

Breyting á reglugerð nr. 557/2007 um afladagbækur

on .

Nýlega var gefin út breyting á reglugerð um afldagbækur, sjá hér. Frá og með 16.júní 2010 er skipstjórum allra skipa skylt að halda rafræna afladagbók. Þrátt fyrir þetta ákvæði þá verður skipstjórum skipa sem eru undir 10 BT að stærð og fiskiskipa sem eru undir 15 BT að stærð og fengu í fyrsta sinn haffærisskírteini fyrir 1. maí 2002 heimilt að halda afladagbók á bókarformi.

Fiskistofa vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi atriðum sem snúa að umsókn og uppsetningu afladagbókarforritsins:

 • Sækja skal um rafrænar afladagbækur hér. Mikilvægt er að tilgreina þann þjónustuaðila sem óskað er eftir að sjái um uppsetningu á rafrænu afladagbókinni um borð. Fiskistofa kemur umsókninni til þess þjónustuaðila sem er valinn.
 • Ef eigendur skipa telja aðstöðu um borð í skipum sínum þannig að ekki sé unnt að færa þar rafræna afladagbók, þá er Fiskistofu heimilt að veita tímabundna undanþágu, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, til að halda afladagbók á bókarformi. Umsókn um undanþágu má nálgast hér.

Fiskistofa hvetur skipstjórnarmenn til þess að sækja sem fyrst um rafræna afldagbók til þess að vera öruggir með uppsetningu um borð sé lokið fyrir gildistöku. Fiskistofa hvetur skipstjórnarmenn jafnframt til þess að kynna sér vel reglugerð um afladagbækur og þær breytingar sem gerðar hafa verið á henni, sjá hér.